• Description
  • Date
  • Info
„Ég vil bara vera virkur ţátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans
Eyrún Lóa Eiríksdóttir er annar fyrirlesari fyrirlestrarađar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „„Ég vil bara vera virkur ţátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 12. september, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Ţjóđminjasafns Íslands.
Doktorsritgerđ Eyrúnar Lóu nefnist Hin kvenlćga rödd í sjónvarpsefni samtímans (undir leiđsögn Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, dósents) en ţar er stađa nútímakonunnar rannsökuđ í tengslum viđ birtingarmyndir hennar á streymisveitunni Netflix. Fjallađ er um nýjar áherslur ţegar kemur ađ kvenhlutverkum og hvernig söguţráđur virđist hafa tekiđ breytingum í takt viđ jafnréttiskröfur. Í erindinu er sjónvarpsţátturinn Grace & Frankie tekinn til skođunar en ţeir fjalla um tilveru(rétt) eldri kvenna og málefni tengd ţeim sem hafa ekki endilega átt upp á pallborđiđ í meginstraumssjónvarpsţáttum, ţ.e. atvinnuţátttöku eldri kvenna, vinskap og sambýli á efri árum, kynlíf/hjálpartćki ástarlífsins sem og ákvörđunarrétt yfir eigin líkama, búsetu og mat á eigin fćrni.

Eyrún Lóa er doktorsnemi í almennri bókmenntafrćđi, međ MA-próf í almennri bókmenntafrćđi og hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Eyrún Lóa hefur lagt stund á kennslu í bókmenntafrćđi og ritstjórn sem og hönnun prentgripa. Helstu rannsóknarefni hennar eru á sviđi sjónvarpsţáttagreiningar, femínisma/póstfemínisma og bókmenntafrćđi (skvísusögur og ofurhetjur).
Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku og er öllum opinn og ađgangur ókeypis.
Organizer: RIKK
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
12.09.2019 12:00-13:00
Lecture
Ţjóđminjasafn Íslands - Fyrirlestrarsalur, Iceland