• Description
  • Date
  • Info
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga
Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

Skyldur sveitarfélaga þegar kemur að jafnréttismálum eru miklar og snerta sveitarfélögin sem stjórnvald, vinnuveitendur og veitendur þjónustu. Landsfundurinn er því kjörinn vettvangur fyrir m.a. sveitarstjórnarfólk, fulltrúa í nefndum sem fara með jafnréttismál og starfsfólk sem hefur með málaflokkinn að gera til að hittast, fræðast og deila reynslu.

Fundurinn hefst miðvikudaginn 4. september og stendur frá kl. 13 til kl. 16.30 þann dag og svo frá kl. 9.00 til 14.30 fimmtudaginn 5. september. Fyrri dagurinn verður í formi vinnustofa en sá síðari í hefðbundnara málþingsformi.
Nánari dagskrá má sjá í viðhengi. Meðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþætting og staðalmyndir.

Ötult starf í átt að jafnrétti er vinna í átt að réttlátari skiptingu á þeim gæðum sem sveitarstjórnir úthluta til íbúa sinna. Markviss vinna við gerð og innleiðingu raunhæfra jafnréttisáætlana getur því verið grunnurinn að góðu samfélagi.
Organizer: Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Garðabær
Submitted by: JafnrettisdagatalAttachment: Dagskra_Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2019.pdf
This event for iCaliCal    Share
04.09.2019 - 05.09.2019
Conference
Sveinatungu, Garðatorgi 7, Garðabæ, Iceland