• Description
  • Date
  • Info
Gender Equality in the Arctic | Phase III Report Launch
Síðastliðin tvö ár hefur Ísland farið með formennsku í Norðurskautsráðinu en henni lýkur nú í maí er formennskan færist til Rússlands. Jafnrétti var einn af megináhersluþáttum formennsku Íslands og föstudaginn 14. maí klukkan 16:00 verður haldinn netráðstefna í tilefni af útkomu skýrslu um kynjajafnrétti á Norðurslóðum sem unnin hefur verið sem formennskuverkefni Íslands í ráðinu.
Skýrslan, sem er unnin undir merkjum Vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun (SDWG), er hluti af þriðja áfanga Gender Equality in the Arctic (GEA III) verkefnisins sem á rætur að rekja aftur til ársins 2013 og ráðstefnu um kynjajafnrétti á Norðurslóðum sem haldin var á Akureyri árið 2014. Jafnréttisstofa hefur verið þátttakandi í verkefninu frá upphafi og verkefninu er stýrt af Norðurslóðaneti Íslands.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
14.05.2021 16:00-17:30
Conference
á vefnum, Iceland