• Description
  • Date
  • Info
Stelpa eða strákur? - Intersex og heilbrigðiskerfið
Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs í samstarfi við Intersex Ísland heldur viðburð á Jafnréttisdögum þann 19. október á Stúdentakjallaranum klukkan 17:00. Heimildarmyndin Intersexion verður sýnd en síðan verður opnað fyrir umræður eftir myndina. Kitty Anderson frá Intersex Ísland verður á staðnum til að svara spurningum.
Hinsegin málefni eru stór hluti af vinnu sviðsráðsins í ár, en við viljum færa þau málefni framar í umræðunni innan heilbrigðisvísindasviðs. Stór hluti þeirra sem leitar í heilbrigðiskerfið eru hinsegin og það er mikilvægt fyrir verðandi heilbrigðisstarfsmenn að geta veitt öllum sínum skjólstæðingum jafna þjónustu. Við viljum því sérstaklega hvetja nemendur heilbrigðisvísindasviðs til þess að sækja þennan viðburð!
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
19.10.2017 17:00-19:00
Lecture
Stúdentakjallari HÍ, Reykjavík, Iceland