• Description
  • Date
  • Info
Kynferðisofbeldi á Íslandi
Kynferðisofbeldi er stórt og víðtækt vandamál á Íslandi sem þarfnast brýnnar athygli okkar æðstu ráðamanna. Femínistafélag Háskóla Íslands stendur því fyrir málþingi um kynferðisofbeldi á Íslandi þann 12. október næstkomandi kl:17:00 í Lögbergi, stofu 101 í Háskóla Íslands.
Formönnum (eða fulltrúum) allra flokka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum hefur verið boðið að koma og halda stutt erindi um það sem þeirra flokkur hyggst gera til að berjast gegn kynferðisofbeldi hljóti þeir brautargengi í kosningunum. Á eftir erindunum verða pallborðsumræður þar sem fundarstjórarnir okkar, Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir og Dr. Jón Ingvar Kjaran, munu beina spurningum til fulltrúa ásamt því að leita spurninga úr sal.

Spurningar má senda til fundarstjóra í gegnum þetta eyðublað:
http://tinyurl.com/y7cgoedp

#kynferðisofbeldi #krefjumstsvara #höfumhátt

Send voru boð á alla þá flokka sem mældust með yfir 5% fylgi daginn sem boðin voru send út (28.september 2017).
Organizer: Femínistafélag Háskóla Íslands
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
12.10.2017 17:00-19:00
Meeting
Háskóla Íslands, Reykjavík, Iceland