• Description
  • Date
  • Info
Panel: Hvað er svona merkilegt við það? á Stockfish
Tilefni umræðanna er sláandi kynjabil í framboði kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum.
Málþingið 'Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu' er hluti af Stockfish Film Festival í ár.

Við borðið sitja Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi, Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda, Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradís.
Málþinginu er stjórnað af Brynhildi Björnsdóttur.

Spjallið er skipulagt af Kvenréttindafélagi Íslands, WIFT á Íslandi og STIFF - Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival.

Málþingið fer fram á íslensku.
Boðið verður upp á léttar veitingar að málþinginu loknu.

ÓKEYPIS OG OPIÐ ÖLLUM
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
24.02.2017 15:00-19:00
Seminar
Reykjavík, Iceland