• Description
  • Date
  • Info
Stefnumótunardagur Félags kvenna í vísindum
Tilgangur fundarins er að móta hlutverk og stefnu Félags kvenna í vísindum sem síðan verður lögð fram fyrir meðlimi félagsins á aðalfundi í byrjun júní 2016. Til að auðvelda þessa vinnu hafa skipuleggjendur skipulagt nokkra málefnaflokka sem ná yfir vítt svið. Þátttakendum í stefnumótunardeginum verður skipt í hópa með sex til átta þátttakendum í hverjum hópi. Hver hópur mun fjalla um eitt málefni og ræða hvernig viðkomandi málefni tengist markmiðum félagsins. Í lok fundar koma allir hópar saman og kynna niðurstöður sínar. Bráðabirgðastjórn sér um skipulagningu fundar, leiðir hópa í umræðum og tekur saman tillögur fundarins fyrir aðalfund.
Staður og stund:
- Skúlagata 4 (hús Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis)
- Laugardagurinn 30. apríl kl 9 - 13.

Til þess að sem flest sjónarmið komist að mun bráðabirgðastjórn Félags kvenna í vísindum fara yfir skráningarnar og gæta að breidd þátttakanda. Við biðjum þig því að fylla út nokkrar spurningar varðandi menntun og atvinnu. Haft verður samband við alla sem skrá sig.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
30.04.2016 09:00-13:00
Meeting
Reykjavík, Iceland