• Description
  • Date
  • Info
Hennar rödd - Ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna
Félagasamtökin Hennar rödd halda í ár ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðfangsefnið hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum COVID-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis.
Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður túlkuð yfir á pólsku og ensku.
Dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni okkar: https://hennarrodd.is/
Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Tilgangur félagsins er að stuðla að vitundarvakningu og fræðslu um málefni kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, þar með talið áskoranirnar sem þessi hópur mætir ásamt framlagi þeirra til samfélagsins. Markmið félagsins er að auka skilning og meðvitund í garð kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

Við hvetjum ykkur til þess að kaupa miða á viðburðinn ásamt því gerast félagar í samtökunum og um leið styrkja áframhaldandi verkefni sem tengjast valdeflingu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Miði á ráðstefnuna og félagsgjöld starfsárið 2021 - 2022: 1500 kr.
Miði á ráðstefnuna: 1000 kr.
https://tix.is/.../hennar-rodd-ra-stefna-um-heilsu.../

Styrktar- og stuðningsaðilar:
Jafnréttissjóður Íslands
Borgarleikhúsið
Organizer: Hennar rödd
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
02.10.2021 11:00-16:00
Conference
Borgarleikhúsið, Iceland