• Description
  • Date
  • Info
Innleiðing jafnlaunastaðals - vinnustofa
Kennsla:
Guðný Einarsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi í jafnlaunastjórnun hjá Ráður ehf., Guðmundur S. Pétursson, ráðgjafi í gæða-og öryggismálum og Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Verkís
Á þessari vinnustofu verður farið yfir hagnýt atriði við innleiðingarferli jafnlaunastaðalsins og byggist vinnustofan á verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á ferlinu og/eða hafi tekið námskeiðaröðina um Jafnlaunastaðalinn hjá Endurmenntun HÍ. Þátttakendur vinna verkefni og fá að spreyta sig á aðferðum og verkfærum staðalsins.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Skipulagningu og umfang innleiðingar staðalsins.
• Flokkunaraðferðir og mat á inntaki starfa.
• Launagreiningar og aðgerðaáætlun.
• Skjölun og verklagsreglur.

Nánari dagskrá vinnustofunnar verður birt hér síðar.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað þeim sem stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á ferlinu.

Kennsla:
Guðný Einarsdóttir er sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála-og efnhagsráðuneytinu.

Gyða Björg Sigurðardóttir er með Bsc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við innleiðingar á jafnlaunastaðli síðan 2013 og árið 2017 stofnaði hún fyrirtækið Ráður sem sérhæfir sig í ráðgjöf, fræðslu og lausnum í tengslum við jafnlaunavottun.

Guðmundur S. Pétursson er rafmagnstæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum. Guðmundur hefur mikla reynslu af uppbyggingu gæðakerfa og innleiðingu krafna hinna ýmsu staðla. Hann hefur einnig mikla reynslu af rekstri gæðakerfa og viðhaldi þeirra.

Elín Greta Stefánsdóttir er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá HÍ, diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ og B.Ed. í kennslu- og uppeldisfræði frá KHÍ. Elín Greta starfar sem mannauðsstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís og innleiddi þar jafnlaunastaðalinn.

Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur eru beðnir um að hafa fartölvu meðferðis og staðalinn ÍST85:2012.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
25.09.2020 9:00-17:00
Course
Endurmenntun, Dunhaga 7, 107 Reykjavík, Iceland