• Description
  • Date
  • Info
Jafnréttislögin og helstu áhrif þeirra á vinnustað
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:

Jafnréttislögin og helstu áhrif þeirra á vinnustað
Fimmtudaginn 17. september 2020, kl. 9:00-12:30, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Fjarnám í boði.


Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þátttökugjald er kr. 18.700-

Skráning í meðfylgjandi hlekk.
Vekjum athygli á að námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

Í staðnámi verður gætt að fjöldatakmörkunum og farið er eftir tilmælum sóttvarnalæknis og embættis landlæknis er varðar fjarlægðarmörk.

Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur sem gilda um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, einkum reglur laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (jafnréttislög). Farið er yfir framkvæmd laganna bæði heima og erlendis og hvort sjá megi fyrir hvaða vandamál kunni helst að rísa við beitingu laganna á komandi árum.

Markmið: Að þátttakendur öðlist betri yfirsýn yfir reglur jafnréttislaga og eigi auðveldara með að greina starfshætti og einstakar athafnir sem fara í bága við lögin. Fjallað verður um grundvallarsjónarmið og helstu hugtök laganna samhliða því að beint verður sjónum að algengustu raunhæfu álitaefnunum í núverandi jafnréttislöggjöf. Meðal þess sem fjallað verður um er bann laganna við óbeinni mismunum á grundvelli kyns og hvað felist í réttinum til sömu launa fyrir sömu störf. Fjallað verður um hver er munurinn á mismunandi meðferð sem telst réttlætanleg og mismunun sem er bönnuð. Þá verður fjallað um ný lög nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Markhópur: Allir sem vilja öðlast aukna innsýn inn í jafnréttislögin og þá ábyrgð sem stofnanir og fyrirtæki bera samkvæmt lögunum.

Umsagnir þátttakenda:
"Virkilega áhugavert að ræða jafnréttislögin út frá sjónarhóli dómara."
"Frábært námskeið, vel framsett og miklar umræður sköpuðust út frá lifandi námskeiði."
"Kennari segir skemmtilega frá efninu. Tók vel í spurningar og svaraði þeim vel."

Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science. Hann hefur m.a. annars starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Kjartan var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015 og kjörinn formaður Dómarafélags Íslands árið 2019.
Organizer: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
17.09.2020 9:00-12:30
Course
Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð og í fjarnámi, Iceland