• Description
  • Date
  • Info
Ljósaganga á Akureyri
Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00, fer fram ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi. Gengið verður frá Menningarhúsinu Hofi að Akureyrarkirkju þar sem Eyrún Svava Ingvadóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Akureyrar, Þóra Ákadóttir, svæðisstjóri Zonta, Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnastjóri Aflsins og Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, flytja stutt erindi.
Treflar frá Prjónastofu Akureyrar til styrktar Aflinu verða til sölu í göngunni á 3900 kr.

Að göngunni standa Jafnréttisstofa, Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna.

Við hvetjum alla til að mæta og ganga saman gegn ofbeldi.
Organizer: Jafnréttisstofa, Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
25.11.2019 17:00
Cultural event
Akureyri - Hof, Iceland