• Description
  • Date
  • Info
Jafnlaunastaðallinn ÍST 85 - Lykilatriði og notkun
Námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skref í innleiðingu staðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja innleiðingarferlið í átt til jafnlaunavottunar. - Farið verður yfir uppbyggingu staðalsins, helstu ferla sem skipulagsheildir þurfa að skilgreina og samverkun þeirra á milli.

Lesaðgang að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar má nálgast gjaldfrjálst á vefnum ist85.is. Skráðir þátttakendur fá staðalinn lánaðan á meðan námskeiði stendur. Þeim býðst einnig að fá prentað eintak af staðlinum með 20% afslætti.

Leiðbeinendur eru Anna Beta Gísladóttir, verkfræðingur og ráðgjafi og Gyða Björg Sigurðardóttir ráðgjafi í innleiðingu jafnlaunastaðals.
Markmið námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir.


Nánari upplýsingar og skráning á meðfylgjandi hlekk.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
18.09.2019 13:00-16:00
Course
Staðlaráð Íslands, Skúlatúni 2, Iceland