• Description
  • Date
  • Info
Future of Work
Í tilefni formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni verður 4. og 5. apríl n.k. haldin ráðstefnan Nordic Conference on Future of Work. Ráðstefnan er sú síðasta sem norræn stjórnvöld efna til í tilefni aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) á árinu 2019.
Á ráðstefnunni verður fjallað um vinnu framtíðarinnar með sérstakri áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og jafnlaunamál á seinni dag ráðstefnunnar. Í nýrri OECD-skýrslu er sýnt fram á hvernig aukið jafnrétti hefur örvað hagvöxt á Norðurlöndum og að til mikils sé að vinna með því að minnka kynjabilið á vinnumarkaði enn frekar. Í tengslum við ráðstefnuna er einnig mikilvægt að vekja athygli á nýjum rannsóknum og stefnumótun, þar á meðal nýrri stefnumótun á sviði jafnlaunamálum svo sem lögfestingu jafnlaunavottunar hérlendis.

Markmiðið með ráðstefnunni er að kanna áhrif þróunar heimsmála á Norðurlöndin, einkum varðandi vinnumarkaðslíkön þeirra.
Á ráðstefnunni verður kynning á helstu skýrslum og verkefnum á Norðurlöndum, þar á meðal bráðabirgðaniðurstöðum viðamikils verkefnis á vegum ráðherranefndarinnar um vinnumál (MR-A) sem hleypt var af stokkunum 2017 og fjallar um vinnumarkað framtíðarinnar. Einkum ber að nefna niðurstöður skýrslu alþjóðlegrar nefndar sem framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar skipaði árið 2017. Verkefni nefndarinnar var að vinna ítarlega greiningu á vinnumarkaði framtíðarinnar, en niðurstöðurnar verða nýttar í greiningarvinnu með það fyrir augum að efla félagslegt réttlæti á 21. öldinni.

Á öðrum degi ráðstefnunnar verður fjallað sérstaklega um jafnrétti á vinnumarkaði og jafnlaunamál. Tilgangurinn er að hafa áhrif á og miðla upplýsingum, þróun og árangri á þessu mikilvæga málefnasviði. Ætlunin er að vekja umræður um framtíðarhlutverk Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í heimi örra breytinga en einnig annarra alþjóðastofnana, þar á meðal Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og UN Women, stofnunar SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.

Í aðdraganda ráðstefnunnar verður haldin tveggja daga námsstefna fyrir stefnumótendur og sérfræðinga í hagtölum og launajafnrétti í samstarfi við EPIC, (Equal Pay International Coalition) og samstarfsnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar um um jafnrétti á vinnumarkaði. Markmiðið er m.a. að meta og móta aðferðafræði og mælikvarða um þróun á launamun kynjanna.
Organizer: Nordic Council of Ministers and the International Labour Organisation
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
04.04.2019 - 05.04.2019 08:00-16:00
Conference
Harpa, Reykjavík, Iceland