• Description
  • Date
  • Info
Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum?
Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa áhrif á allt líf á jörðinni. En þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni.
Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja.
UN Women á Íslandi opnaði nýverið fræðsluvef og gagnvirka spurningakönnun þar sem hver og ein manneskja getur kannað þekkingu sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á konur og stúlkur. UN Women fékk styrk úr Loftslagssjóði til verkefnisins.
Ykkur er boðið á stutta kynningu á nýju verkefni UN Women á Íslandi – Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum? Þátttakendur eru hvattir sérstaklega til að taka þátt í umræðum í lok kynningar og kanna þekkingu sína - https://loftslagsbreytingar.unwomen.is/
Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi kynnir nýjan fræðsluvef UN Women um áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna.
UN Women á Íslandi og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði á Kynjaþingi 2020.
Organizer: UN Women - íslensk landsnefnd - Kynjaþing
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
13.11.2020 11:00-12:00
Lecture
á netinu, Iceland