• Description
  • Date
  • Info
Opið málþing um forvarnir og fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni
Forsætisráðuneytið, í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands, boðar til opins málþings um forvarnir og fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni.
Málþingið verður haldið föstudaginn 18. október kl. 14–17 í Bratta, Háskóla Íslands, Stakkahlíð.
Lykilfyrirlesari er Dr. Emma Renold, prófessor í barnafræðum (e. childhood studies) við Cardiff-háskóla í Wales. Renold hefur unnið að rannsóknum um forvarnir og fræðslu og hefur sérstaklega beint sjónum sínum að málefnum sem snerta kyn, kynvitund, kynhneigð og kynferðislega tjáningu. Hún er hugmyndasmiður verkefnisins Primary agenda sem er verkfærakista fyrir kennara og aðra sem starfa með börnum til að vinna með tilfinningar, vináttu, sambönd, líkamsvirðingu, sambönd, samþykki, kyn, kynvitund og réttindi.
Málþingið er liður í stefnumótun nefndar á vegum stjórnvalda sem er falið að móta stefnu í fræðslu- og forvarnamálum. Stefnumótunin fer fram í víðtæku samráði við fræðasamfélagið, frjáls félagasamtök og aðra sem hafa sérþekkingu á þessum málaflokki. Í stefnumótuninni verður sérstaklega horft til þess að beina fræðslu og forvörnum að börnum og ungmennum.
Fundarstjóri verður Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.
Erindi Emmu Renold og umræður um það verða á ensku en í framhaldinu verða erindi og pallborðsumræður á íslensku. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Fólk sem starfar með börnum og ungmennum er sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í stefnumótuninni.

Skráning í meðfylgjandi hlekk.
Organizer: Forsætisráðuneytið / Menntavísindasvið HÍ
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
18.10.2019 14:00-17:00
Seminar
Í Bratta, Háskóla Íslands, Stakkahlíð, Iceland