• Description
  • Date
  • Info
Trans barnið: Málþing og útgáfuhóf 17. maí
Á alþjóðadegi gegn fordómum í garð hinsegin fólks, föstudaginn 17. maí kl. 15-17, verður efnt til málþings og útgáfuhófs í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í tilefni af útkomu bókarinnar Transbarnið: Handbók fyrir foreldra og fagfólk.
Bókin leiðir fjölskyldur og fagfólk áleiðis inn í ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem birtist á íslensku, Trausti Steinsson þýddi en rýnihópur á vegum námsbrautar í kynjafræði við Háskóla Íslands staðfærði og lagaði að íslenskum aðstæðum. Móttaka og léttar veitingar að málþingi loknu.
ÖLL VELKOMIN
MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, Félag grunnskólakennara
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
17.05.2019 15:00-17:00
Seminar
Þjóðminjasafn Íslands - Fyrirlestrarsalur, Iceland