• Description
  • Date
  • Info
Áhrif kláms - Fræðslufundur
Fræðslufundur í boði Foreldraþorpsins sem haldinn verður miðvikudaginn 20. mars kl 19:30 í sal Réttarholtsskóla.
Umfjöllunarefnið er áhrif kláms á sjálfsmynd og kynhegðun barna og unglinga.
Málefni sem höfða til foreldra barna á öllum skólastigum!

Dagskrá:

- Sjúk ást
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir á vegu Stígamóta.

- Kynjaður veruleiki?
Kynhegðun og sjálfsmynd ungs fólks. Dagbjört Ásbjörnsdóttir, M.A. í kynja- og kynverundarfræðum.

- Ungt fólk, klám og kynlíf:
Upplfun ungs fólk af kynlífsmenningu framhaldsskólanema. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari. Rannsókn á kynlífsmenningu framhaldsskólanema með sérstakri áherslu á viðhorf og umræður unga fólksins um klám.

Fundarstjórar eru leikarar úr sýningunni Fyrsta skiptið sem sýnd er í Gaflaraleikhúsinu um þessar mundir.

Foreldraþorpið er samráðsvettvangur foreldra í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum.
Organizer: Foreldraþorpið
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
20.03.2019 19:30-21:30
Conference
Réttarholtsskóli, Reykjavík, Iceland