• Description
  • Date
  • Info
Bestu leiđir og helstu hindranir í heimilisofbeldismálum
„Byggjum brýr Brjótum múra", verkefni Jafnréttisstofu um heimilisofbeldi, stendur fyrir áđstefnu um samvinnu í heimilisofbeldi á Íslandi ţann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10:00–16:00.
Yfirskriftin er „Bestu leiđir og helstu hindranir í heimilisofbeldismálum“. Ráđstefnan er hugsuđ sem vettvangur fyrir fagfólk sem vinnur međ heimilisofbeldismál. Ţar verđur hćgt kynna sér hvernig heimilisofbeldismál eru unnin á mismunandi stöđum á landinu og frćđast um nýjustu ţekkingu um og reynslu af vinnslu á heimilisofbeldismálum.

Sjónum verđur beint ađ kynningum á ţeim ađferđum sem hafa reynst vel til ađ upprćta ofbeldiđ, vinna međ ţolendum og gerendum og vinna međ málin á heildrćnan hátt.
Ráđstefnan er öllum opin en fagfólk sem vinnur međ heimilisofbeldismál er sérstaklega hvatt til ađ mćta.
Frekari dagskrá verđur auglýst ţegar nćr dregur. Viđ hvetjum til ađ taka daginn frá.

------------------------------------------
Meira um verkefniđ:
„Byggjum brýr Brjótum múra“ er verkefni sem vinnur ađ ţví ađ auka almenna ţekkingu um heimilisofbeldi, minnka ţöggun um málaflokkinn og ađ fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu. Verkefniđ er styrkt af Evrópusambandinu og unniđ í samstarfi viđ dómsmálaráđuneytiđ, Lögregluna á höfuđborgarsvćđinu, Lögregluna á Norđurlandi eystra, Lögregluna á Suđurnesjum, Ríkislögreglustjóra, velferđarráđuneytiđ og sveitarfélögin Akureyri, Reykjanesbć og Reykjavík. Verkefninu er stýrt af Jafnréttisstofu og verđur í gangi frá 1. apríl 2017 til 30. september 2019.
Organizer: Jafnréttisstofa
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
18.10.2018 10:00-16:00
-
Reykjavík, Iceland