• Description
  • Date
  • Info
Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics
Fræðimönnum á sviði femínisma og kynjafræði er boðið að taka þátt í annarri ráðstefnu NORA um kynjarannsóknir. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að hinni ríku hefð í femínískum rannsóknum á Norðurlöndum; að taka þátt í þverfræðilegu starfi og leggja af mörkum til þekkingarframleiðslu sem miðar að því að blanda sér málefni samtímans. Ráðstefnana er haldin í samstarfi NORA, RIKK –rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum og EDDU – Rannsóknasetri við Háskóla Íslands.
Ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlega hafið samband í netfangið noragender@hi.is.

Þema NORA-ráðstefnunnar 2019 er efnisleg og táknræn landamæri á tímum þjóðernisvakningar. Hvað veldur aftur

Um er að ræða þriggja daga norræna ráðstefnu á sviði kynjafræða sem haldin verður á Íslandi 22.-24. maí 2018. Áætlað er að um 300 manns af fræðasviðinu taki þátt i ráðstefnunni. Yfirskrift hennar er „Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og veður rýnt í raunveruleg og táknræn landamæri á tímum endurvakinnar þjóðernishyggju. Hvers konar pólitískum, menningarlegum og félagslegum landamærum er verið að koma á fót eða að endurskapa? Hvernig móta landamæraríki, í nútíð og þátíð, og kyngera samskipti og sambönd? Hvernig hafa ný eða endurskilgreind mörk áhrif á baráttu fyrir félagslegu réttlæti og jafnrétti og á mismunarbreytur, kynja-, hinsegin- og femínískar rannsóknir? Hvað býr að baki afturhvarfs til svæðishyggju frá alþjóðahyggju? Hvernig geta femínistar varist endurkomu landsföðurlegra hátta sem endurvekja og tvíefla misrétti?

Lykilhugtök ráðstefnunnar eru: Þjóðernishyggja, popúlismi, landamæri, mörk, femínísk gagnrýni, afnýlendun, Decoloniality, Humanimalismi, samtvinnun mismunarbreyta, frumbyggjafræði, aðlögun, fólksflutningar, andóf, líkamar, svæðisvæðing, karlmennska, kynverund, kynþáttur og rasismi.

NORA, Nordic Journal of Feminist and Gender er norrænt ritrýnt tímarit um femínisma og kynjafræði sem gefið er út á ensku. Árið 2014 var fyrsta stóra ráðstefna tímaritsins haldin í Roskilde í Danmörku að viðstöddum um 300 þátttakendum af fræðasviðinu. Þá var ákveðið að önnur ráðstefna NORA yrði reglulegur viðburður og nú er komið að annarri ráðstefnunni sem áætlað er að halda hér á landi 22.-24. maí 2019.

NORA er þverfaglegt tímarit sem hefur að markmiði miðla norrænu sjónarhorni á hið alþjóðlega rannsóknarsvið femínisma og kynjafræði og að gera norrænar rannsóknir á sviðinu sýnilegar aðgengilegar og sýnilegar í alþjóðlegu samhengi. Tímaritið, sem er það stærsta á sviði kynjafræði á Norðurlöndum, leitast er við að ná utan um hinar fjölbreytilegustu rannsóknir á sviði norræns femínisma og kynjafræða í samtímanum ásamt því að vera í samtali við alþjóðlegar hræringar og önnur rannsóknarsvið. NORA birtir því þverfræðilegar greinar, afstöðugreinar og ritdóma sem mynda samtal á milli alþjóðlegra og sértækra norrænna viðfangsefna, aðferðafræða og kenninga.

NORA birtir greinar af breiðu fræðasviði svo sem á sviði menntunar, heilbrigðisvísinda, sagnfræði, lögfræði, bókmennta, heimspeki, stjórnmálafræði, trúarbragðafræði, félagsfræði og tækni- og raungreina. Sérstök áhersla er á að efnisinnihald vísi til norrænna viðfangsefna í alþjóðlegu samhengi.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
22.05.2019 - 24.05.2019
Conference
Reykjavík, Iceland
Related events
22.05.2019 - 24.05.2019
Reykjavík, Iceland
Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics
Gender and feminist researchers are invited to participate in the NORA 2019 Conference on critical feminist cross-disciplinary research and activities.

The conference is co-hosted by RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference, the EDDA Research Center and the United Nations University Gender Studies and Training Programme at the University of Iceland.

The 2019 NORA – Nordic Journal of Feminist and Gender Research – conference focuses on the theme of material and symbolic borders in a period of nationalist revival. What explains the return to territoriality? What kind of political, cultural, and social boundaries are being constructed or reproduced? How are border regimes in the present and the past shaping and gendering relations? How are new or redefined boundaries affecting work for social justice and equality as well as intersectional, gender, queer and feminist research? And how can feminist resistance be organized against paternalistic modes that reinstate and reinforce relations of inequality?
Read more
Conference