• Description
  • Date
  • Info
Haltu kjafti og vertu sæt - Hannyrðapönkssýning
Hannyrðapönk, e. craftivism, er ein tegund af andófi. Það er sett saman úr orðunum craft og activism = craftivism.

Sigrún Bragadóttir / @sigruncraftivist
Betsy Greer hefur verið nefnd sem guðmóðir hannyrðapönksins en, eins og hún segir sjálf, hefur handverk verið notað sem andóf í gegnum aldirnar.
Ég kýs að þýða orðið craftivism sem hannyrðapönk, enda á það rætur að rekja til ,,gerðu það sjálf/-ur/-t stefnu pönksins.

Allt má.
Ekkert er bannað.
Hannyrðapönk er röddin þín.
Hannyrðapönk er aðferð til að hafa áhrif.
Hannyrðapönk er aðferð til að vekja athygli á órétti.
Hannyrðapönkið er aðferð til að mótmæla og/eða spegla máefni sem brenna á hjarta hannyrðapönkarans.
Hannyrðapönk er allskonar.

Sýningin á Kex er í tilefni af 45 ára afmælis míns síðastliðið haust. Á sýningunni má sjá femínísk verk sem ég hef unnið að síðustu 5 ár, ljósmyndir, klippimyndir, bróderí og gröffuð verk þar sem ég tek gamlar myndir og bróderí og graffa yfir þær til að setja í nýtt samhengi.
Flest verkanna verða til sölu. Nokkur eru í einkaeigu.

Börn vinsamlegast afþökkuð
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
30.04.2018 18:00-22:00
Cultural event
Reykjavík, Iceland