• Description
  • Date
  • Info
Jafnlaunavottun - yfirsýn og fyrstu skref
Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar sl. Á námskeiðnu verður farið yfir helstu kröfur jafnlaunastaðalsins og fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis. Fjallað er um hvaða skref þarf að taka og hverju þarf að huga að og gera.
Tekin eru dæmi um gátlista og farið yfir þau verkfæri sem Velferðarráðuneytið hefur látið gera og eru algeng í vinnunni við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.
Markmið námskeiðins
Að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir þau verkefni sem liggja fyrir og geti áttað sig á þeim skrefum sem þarf að taka að markmiðinu Jafnlaunavottun. Mögulega gefst tími til að hver og einn dragi upp aðgerðaráætlun fyrir sitt fyrirtæki/stofnun. Það eykur möguleikann á að svo geti orðið ef þátttakendur eru tilbúnir að fara í ákveðna forvinnu fyrir námskeiðið, gerð stöðumats.

Forvinna - stöðumat
Þátttakendur fá sendan gátlista sem þeir fara yfir til að meta stöðuna á ýmsum þáttum sem varðar innleiðingu jafnlaunakerfis skv. kröfum jafnlaunastaðalsins (ÍST 85:2012).

Kennari: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Zenter. Ágústa er með meistaranám í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR og er alþjóðlega ACC vottaður markþjálfi.
Tími: Fös. 16. mars kl. 13-16.
Verð: 18.000 kr.
Staður: Sólborg HA.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
16.03.2018 13:00-16:00
Course
Sólborg Háskólanum á Akureyri, Iceland