• Description
  • Date
  • Info
Löggæsla og samfélagið
Ráðstefnan Löggæsla og samfélagið miðvikudaginn 21. febrúar við Háskólann á Akureyri

Miðvikudaginn 21. febrúar stendur Lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fyrir ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar en þar geta áhugasamir einnig gengið frá skráningu. Sjá meðfylgjandi hlekk. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Ráðstefnugjaldið er 5.000 krónur (ráðstefnugögn og kaffiveitingar eru innifalin). Nemendur HA fá frítt á ráðstefnuna og þurfa ekki að skrá sig.
Sjá dagskrá í viðhengi.
Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni sem tengjast löggæslu í víðri merkingu. Þemað í ár er löggæsla í dreifbýli en á ráðstefnunni verða tuttugu og sjö áhugaverð erindi. Umfjöllunarefnin eru margvísleg, s.s. gagnreynd löggæsla, áskoranir lögreglumanna í dreifbýli, kynferðisafbrot á landsbyggðinni, viðhorf Íslendinga til lögreglu, netglæpir, viðhorf Íslendinga til vændis og vörslu fíkniefna til eigin nota, kvenmorð á Íslandi, nefnd um eftirlit með lögreglu, hlutverk landhelgisgæslunnar við löggæslu o.s.frv.

Ráðstefnan verður sem fyrr segir miðvikudaginn 21. febrúar og stendur frá kl. 9:00–17.00. Erindin verða í stofum N101 og M101, gengið inn um aðalinngang. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku.

Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
21.02.2018 09:00-17:00
Conference
Háskólinn á Akureyri, Iceland