• Description
  • Date
  • Info
Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2016
Opinn fundur á vegum Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið
Mikill árangur hefur náðst í þróunarmálum á undanförnum áratugum en engu að síður hafa milljónir manna og kvenna um allan heim orðið útundan. Hvernig getum við stuðlað að friðsælu og sjálfbæru samfélagi fyrir alla og jöfnum aðgangi að réttarkerfi með það að leiðarljósi að enginn verði skilinn eftir? Í Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 er leitað svara við þessum aðkallandi spurningum en athyglinni er að þessu sinni beint að þróunarmálum í víðum skilningi og sér í lagi stöðu minnihlutahópa.

Dr. Selim Jahan, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2016 (Human Development Report 2016: Human Development for everyone), kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar.

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flytur opnunarávarp.

Pallborðsumræður:
Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Engilbert Guðmundsson, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins um þróunarmál.

Fundarstjóri: Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans.

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Hjólastólaaðgengi er í Hannesarholti.

Boðið verður upp á kaffi meðan á fyrirlestri stendur og léttar veitingar að fundi loknum.

Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur til með að vera birt hér: http://report.hdr.undp.org/

Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is | www.gest.unu.edu/ | www.un.is | www.utn.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-GEST) á Facebook: www.facebook.com/unugest/
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á Facebook: www.facebook.com/UNAIceland
Utanríkisráðuneytið á Facebook: www.facebook.com/utanrikisraduneytid



***************************************************************************

Friday 24 March at 4:00 pm in Hannesarholt

Open seminar hosted by UNU-GEST - Gender Equality Studies and Training Programme of the United Nations University and the United Nations Association of Iceland in collaboration with the Ministry for Foreign Affairs and the Institute of International Affairs

The 2016 Human Development Report


In past decades, there have been significant gains in human development levels in almost every country but millions of people have not benefitted from this progress. Who has been left behind and why? The Human Development Report 2016 looks into these two questions. It identifies substantial barriers to development and recognizes that in every society certain groups are far more likely to suffer disadvantages than others.

Dr. Selim Jahan, editor-in-chief of the 2016 Human Development Report (HDR): Human Development for Everyone and director of the UNDP Human Development Report Office, introduces the 2016 HDR and its main findings.

Opening remarks by Stefán Haukur Jóhannesson, Permanent Secretary of State, Ministry for Foreign Affairs.

Panel discussion with Icelandic experts:
Dr. Jónína Einarsdóttir, Professor at the Faculty of Social and Human Sciences at the University of Iceland
Engilbert Guðmundsson, Principal Development Adviser at the Ministry for Foreign Affairs

Moderator: Þórunn Elísabet Bogadóttir, Deputy editor-in-chief at Kjarninn media

The seminar will take place in English and is open to all. The location provides good wheelchair access.

Coffee will be offered during the presentation and light refreshments after the event.

The report will be published on www.report.hdr.undp.org/
Further information: www.ams.hi.is | www.gest.unu.edu/ | www.un.is | www.utn.is
The Institute of International Affairs on Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
United Nation University - Gender Equality Studies and Training Programme (UNU-GEST) on Facebook: www.facebook.com/unugest/
The United Nations Association on Facebook: www.facebook.com/UNAIceland
The Ministry for Foreign Affairs on facebook: www.facebook.com/utanrikisraduneytid
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
24.03.2017 16:00
Meeting
Hannesarholt, Reykjavík, Iceland