• Description
  • Date
  • Info
Norræna ráðstefnan um mál og kyn
10. norræna ráðstefnan um mál og kyn verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 20.-21. október 2017. Ráðstefna þessi er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi en hún er helsti vettvangur norrænna fræðimanna og –kvenna til fræðilegrar umræðu á þessu sviði rannsókna. Ráðstefnan á rætur sínar innan málvísinda og hefur þannig einkum höfðað til þeirra sem fást með einum eða öðrum hætti við mál og kyn innan ramma félagslegra málvísinda, orðræðu- og/eða samtalsgreiningar, mállýskufræða, málsögu eða annarra greina málvísinda, en hún er þó ekki síður opin fræðafólki sem nálgast þetta efni frá sjónarhóli félagsfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, menntunarfræði og fleiri greina.
Mál: Erindin skulu flutt á dönsku, norsku, sænsku eða ensku.
Submitted by: Jafnrettisdagatal
This event for iCaliCal    Share
20.10.2017 - 21.10.2017
Conference
Reykjavík, Iceland